Nýverið lauk fyrstu umferð í þol og þrekprófum starfsmanna á Keflavíkurflugvelli. Flestir hafa náð með góðu móti þó smávægilegt álag hafi myndast hjá öðrum. Þeir sem ekki náðu í fyrstu atrennu hafa hálft ár til að koma sér í betra þol og reyna því aftur á haustmánuðum.
Liður í þolprófum er að allir starfsmenn Flugvallarþjónustu taka Þolpróf en þrekpróf er eingöngu ætlað þeim sem ætlað er að stunda reykköfun. Skyldi það gerast í framtíðinni þar sem þetta er hluti af Heilsufarsstefnu ISAVIA að ALLT starfsfólk verði sett í þolpróf?
